149. löggjafarþing — 71. fundur,  27. feb. 2019.

meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum og gjaldeyrismál.

486. mál
[18:21]
Horfa

Frsm. efh.- og viðskn. (Óli Björn Kárason) (S) (andsvar):

Herra forseti. Ég ætla að reyna að ganga ekki á þolinmæði hæstv. forseta. Ég biðst afsökunar á að hafa ítrekað farið fram úr tíma.

Ég ætla að leiðrétta sjálfan mig, því að ég sagði áðan hvað hefði breyst frá 2016. Það er þannig að aflandskrónustaflinn hefur minnkað um 312 milljarða, ég hygg að ég hafi sagt 112. 319 milljarða — (Gripið fram í.) 319 milljarðar voru áætlaðir, fyrirgefið.

Við erum auðvitað að gera kröfur til annarra landa. Við gerum kröfur til viðskiptalanda okkar, að fjármagn hér hafi greiðan aðgang að fjárfestingum í fyrirtækjum, hlutabréfum og skuldabréfum í öðrum löndum og að menn geti innleyst þá fjármuni án erfiðleika (Forseti hringir.) og flutt þá aftur heim. Það er pólitísk ákvörðun, það er rétt, (Forseti hringir.) hv. þingmaður, þegar við segjum: Við viljum (Forseti hringir.) koma fram við aðrar þjóðir eins og við viljum að þær komi fram við okkur.