149. löggjafarþing — 71. fundur,  27. feb. 2019.

meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum og gjaldeyrismál.

486. mál
[18:54]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þm. Birgi Þórarinssyni fyrir svarið. Í því samhengi og í framhaldi af því langar mig að spyrja hv. þingmann út í afstöðu hans til þessa máls í tengslum við kafla 6.4 í frumvarpinu sem fjallar um áhrif á ríkissjóð. Þar kemur fram það mat þeirra sem plaggið vinna að þessi ákvörðun hafi engin áhrif á ríkissjóð, hvorki tekjur né gjöld. Hvernig slær sú nálgun fjárlaganefndarmanninn, ef ég má spyrja?