152. löggjafarþing — 71. fundur,  28. apr. 2022.

traust í stjórnmálum.

[10:53]
Horfa

Halldóra Mogensen (P):

Forseti. Það er áhugavert að heyra hæstv. viðskiptaráðherra segja að fjármálaráðherra hafi deilt áhyggjum hennar af því ferli sem var ákveðið að fara í. Þessi tillaga Bankasýslunnar, það var ákveðið að fara þá leið þrátt fyrir áhyggjur allra sem sitja í þessum hóp, þessari ráðherranefnd um efnahagsmál. Nú voru fleiri en ein tillaga. Það hlýtur að sæta furðu að ákvörðun hafi verið tekin um að fara þessa leið á meðan allir þrír ráðherrarnir höfðu áhyggjur af því og niðurstöðunni af því. Í viðtali við Morgunblaðið benti hæstv. viðskiptaráðherra réttilega á að pólitíska ábyrgðin lægi væntanlega hjá þeim stjórnmálamönnum sem ákvarðanirnar tóku, að ekki væri hægt að skella skuldinni alfarið á stjórnendur Bankasýslunnar. Hvernig ber fjármálaráðherra, sem valdi að (Forseti hringir.) fara þessa leið þrátt fyrir áhyggjur sínar og annarra ráðherra sem sátu (Forseti hringir.) í þessari ráðherranefnd, að axla ábyrgð á niðurstöðunni (Forseti hringir.) af sínum ákvörðunum?