152. löggjafarþing — 71. fundur,  28. apr. 2022.

traust í stjórnmálum.

[10:54]
Horfa

menningar- og viðskiptaráðherra (Lilja Alfreðsdóttir) (F):

Virðulegur forseti. Ég tel að sú umræða sem hefur átt sér stað hér í þingsal og hjá stjórnarandstöðunni, og þau sterku viðbrögð sem eru við þessari sölu, sé einmitt dæmi um það hversu upplýst íslenskt samfélag er og að ráðherranefndin hafi jafnvel vanmetið hversu stutt er frá fjármálahruninu og ég tel að við öll tökum þetta auðvitað til okkar. Hv. þingmaður spurði um ábyrgð fjármála- og efnahagsráðherra (Gripið fram í.) en ég tel að hann sé þegar byrjaður að axla þá ábyrgð með því að óska eftir því að Ríkisendurskoðun skoði málið. Við sjáum að Seðlabanki Íslands fer strax inn í málið og er að skoða hvort eitthvað hafi farið úrskeiðis er varðar sölu og einstaka aðila. (Forseti hringir.) Það hvarflar ekki að mér að fara eitthvað nánar út í það fyrr en ég sé hvað kemur út úr þeirri rannsókn.