152. löggjafarþing — 71. fundur,  28. apr. 2022.

afstaða ráðherra til söluferlis Íslandsbanka.

[11:36]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf):

Virðulegur forseti. Það hefur greinilega farið fram eintal við spegil hjá sumum í þessari nefnd, þessum þremur ráðherrum. Þeir hafa talað sjálfa sig, sagt að þetta gengi ekki upp, að þetta væri vitlaus aðferðafræði, en fóru svo og sögðu: Já, gerum þetta bara vitlaust. Spillingin allsráðandi. Það sem er kannski skelfilegast við þetta er að á sama tíma, núna eftir þessa vitleysissölu, er Bankasýslan að skála í víni og borða konfekt. Spurningin er hvenær þeir ætla að skjóta upp flugeldinum. Hvenær ætla þeir að fagna endanlega þessu stórkostlega afreki sem þeir gerðu þar? Gleymum því ekki heldur að rúmar 3 milljónir var kostnaðurinn við hverja sölu núna síðast. Á sama tíma er 7,2% verðbólga og fólk þarna úti sem á ekki fyrir mat. Það væri hægt að setja 90.000 kr. skatta- og skerðingarlaust fyrir 8.000 einstaklinga fyrir þennan pening, bara þennan. Ef við tökum alla summuna gætu 24.000 einstaklingar fengið 90.000 kr. skattfrjálst.