143. löggjafarþing — 71. fundur,  10. mars 2014.

um fundarstjórn.

[18:34]
Horfa

Katrín Jakobsdóttir (Vg):

Virðulegi forseti. Það hefði verið mjög æskilegt að einhver niðurstaða hefði náðst um framhald þingstarfa á fundi formanna flokkanna sem haldinn var hér áðan að undirlagi forseta þingsins. Því miður náðist ekki nein niðurstaða um það hvernig við sem skipum hér Alþingi sjáum fyrir okkur framhald þessa máls.

Ég vil ítreka það sem ég sagði fyrr í dag, ég held að það sé mjög mikilvægt að við höldum áfram að reyna að ná einhverri lendingu um hvernig við ætlum að halda hér á málunum. Það er bæði mikilvægt fyrir starfsemi þingsins en ekki síður til að ná fram almennilegri og eðlilegri ákvarðanatöku. Mér þykir það mjög leitt að ekki hafi komið nein niðurstaða út úr þessum fundi og ítreka að ég tel að það þurfi að halda áfram að reyna að ná slíkri niðurstöðu.