146. löggjafarþing — 71. fundur,  24. maí 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[22:17]
Horfa

Ari Trausti Guðmundsson (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka aftur spurninguna. Aðeins um Noreg. Samanburður á Ósló/Reykjavík er ekki raunhæfur vegna þess að þeir eru jú bæði með metró neðanjarðar, mjög gott strætisvagnakerfi og eru duglegir að innleiða rafbíla, vissulega. Við getum lært eitthvað af því. En aðalmálið er að ef borgarlína verður búin til er hún auðvitað rafknúin, hvort sem það eru bílar með hjól eða einhvers konar léttlestir. Varðandi innviði og fjármögnun þessa alls er það nákvæmlega það sem ég var að meina þegar ég var að tala um líkönin. Það verður jú að koma inn í allar pælingar um borgarlínu hvernig hún verður fjármögnuð. Ég hef svo sem ekki séð það útfært. Ef við ætlum að gera þetta á umhverfislega góðan mála (Forseti hringir.) verður að draga inn í þetta sennilega 10–15 breytur og þar á meðal fjármögnunina sjálfa.