146. löggjafarþing — 71. fundur,  24. maí 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[23:33]
Horfa

Frsm. 3. minni hluta fjárln. (Oddný G. Harðardóttir) (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Auðvitað eigum við að setja okkur metnaðarfull markmið varðandi háskólastarfið. Það má vera að það sé einfalt að ná góðu settu markmiði í fjársveltum skóla, en það er örugglega auðveldara að gera það ef við styrkjum starfsfólk og aðstöðu og rannsóknastarf betur en við gerum hér.

Varðandi virðisaukaskattinn. Í því fjárlagafrumvarpi sem ég bar ábyrgð á þá lagði ég til að gistiþjónustan færi upp í almennt þrep. Ég er enn þeirrar skoðunar að það eigi að gera það, þjónustan eigi að fara upp í almennt þrep. Ef það hefði verið gert árið 2013 þá hefði greinin vaxið í þessu almenna umhverfi. Ég held að það hefði verið betra heldur en að setja hækkunina á núna. En ég er samt fylgjandi henni. Mér heyrist á umræðunni að ég sé ein af fáum þingmönnum sem stend með hæstv. fjármála- og efnahagsráðherra í þessu máli.