150. löggjafarþing — 71. fundur,  12. mars 2020.

viðbrögð við yfirvofandi efnahagsvanda.

[10:40]
Horfa

forsætisráðherra (Katrín Jakobsdóttir) (Vg):

Herra forseti. Um það erum við hv. þingmaður sammála. Það mun skipta miklu máli hvernig stjórnmálin takast á við þann vanda sem blasir við og við skulum ekki draga neina dul á það að þetta verður ekki auðvelt. En eins og ég sagði í fyrra svari stöndum við mjög vel til að takast á við erfiðleikana. Þeir verða tímabundnir og þess vegna skiptir miklu máli að það sem við gerum sé réttlátt, skynsamlegt og þjóni hagsmunum heildarinnar. Það skiptir miklu máli að við eigum sem allra best samráð eftir því sem við getum og það munum við leggja okkur fram um. Við vitum líka að við munum aldrei verða sammála um allt en ég hef þá trú á þingheimi að hér sé fólk reiðubúið til að hefja sig yfir argaþras dagsins til að takast á við þetta sem varðar þjóðina alla. (Gripið fram í.)