133. löggjafarþing — 72. fundur,  15. feb. 2007.

samgönguáætlun fyrir árin 2007--2018.

575. mál
[12:23]
Hlusta

samgönguráðherra (Sturla Böðvarsson) (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Nú er kominn upp alvarlegur klofningur í Vinstri grænum. Sem betur fer, og ég fagnaði því á sínum tíma, markaði þáverandi ráðherra samgöngumála, Steingrímur J. Sigfússon, línuna um einkaframkvæmdir. Hann fékk samþykkt lög og þingsályktunartillögu á Alþingi um að grafa Hvalfjarðargöngin og leyfa einkaaðila að sjá um þá framkvæmd og innheimta gjald af hverjum einasta sem fór um göngin. Steingrímur J. Sigfússon er upphafsmaður einkaframkvæmda á Íslandi og ég hef fagnað því.