144. löggjafarþing — 72. fundur,  27. feb. 2015.

frumvörp um húsnæðismál.

[10:47]
Horfa

félags- og húsnæðismálaráðherra (Eygló Harðardóttir) (F):

Virðulegi forseti. Ég þakka fyrir þetta. Til viðbótar mætti benda á að líka hefur verið töluvert kallað eftir þessum frumvörpum frá verkalýðsfélögunum. Það er ekki langt síðan það birtist grein frá formanni BSRB þar sem farið var í gegnum þessi atriði. Ég held að öllum sem hér sitja sé ljóst hversu mikilvægt það er að við komum fram með þessi frumvörp. Ég ítreka bara það sem ég sagði, það er hins vegar ekki hægt að leggja þessi frumvörp fram án þess að búið sé að fjármagna þau. Þess vegna eigum við í samtali við fjármála- og efnahagsráðherra um það hversu mikið er hægt að setja inn í þennan pakka. Ég vonast eftir niðurstöðu á næstu dögum hvað það varðar.