146. löggjafarþing — 72. fundur,  26. maí 2017.

viðvera ráðherra við umræður um fjármálaáætlun.

[11:24]
Horfa

Elsa Lára Arnardóttir (F):

Hæstv. forseti. Ég verð bara að taka undir það sem hv. samþingmenn mínir hafa talað um hér, við getum ekki klárað þessa umræðu um ríkisfjármálaáætlun fyrr en hæstv. heilbrigðisráðherra lætur sjá sig í salnum og tekur þátt í umræðunni og það sama má segja um hæstv. menntamálaráðherra. Þetta segi ég vegna þess að ég á sæti í hv. velferðarnefnd Alþingis. Við efnislega vinnslu málsins þar var kallað eftir sundurliðun á fjármagni sem á að fara til málaflokksins, kallað eftir því hvernig ætti að uppfylla þau markmið sem sett eru fram í ríkisfjármálaáætlun, en þau gögn fengust ekki. Því er mjög mikilvægt að hæstv. heilbrigðisráðherra mæti hingað og svari mikilvægum spurningum nefndarmanna um hvernig eigi að uppfylla það sem kemur fram í ríkisfjármálaáætlun.