146. löggjafarþing — 72. fundur,  26. maí 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[15:03]
Horfa

Gunnar Ingiberg Guðmundsson (P) (andsvar):

Það er nefnilega málið. Það er voðalega lítið í fjármálaáætlun varðandi þetta. En hins vegar er það markmið eitt og sér að auka leikni stofnana, skóla og fyrirtækja í að sækja í erlenda sjóði. Í rauninni erum við að plana það að gera þetta fyrir peninga einhverra annarra svo við getum dregið saman hér. Það er svona í grófum dráttum. Þannig er hægt að standa við þetta loforð, innan sviga. En raunveruleikinn er sá að það er gríðarlegur samdráttur og meira að segja ráðherrann sjálf hafði áhyggjur af einmitt þessum flokki. Henni fannst þetta eiginlega óverjandi.