146. löggjafarþing — 72. fundur,  26. maí 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[15:09]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Það er ekki verið að fjármagna þekkingu. Þetta finnst mér vera lykilatriði og eitt af því sem við ættum að vera að ræða hvað mest hérna því að þetta er áhyggjuatriði fyrir framtíðina og tengist auðvitað því hvort við viljum í alvörunni ná því að stemma stigu við loftslagsbreytingum af mannavöldum. Það krefst auðvitað fjárfestinga í þekkingu og nýrri tækni. Mig langar þess vegna að spyrja hv. þingmann, sem hefur setið í atvinnuveganefnd og er sú nefnd sem hefur með atvinnuvegina mikið að gera, hvort hann sé mér sammála að það sé algerlega óásættanlegt, þegar kemur til að mynda að þessum málaflokki, að ekki sé gert ráð fyrir útgjöldum vegna skuldbindinga Íslands vegna loftslagsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna (Forseti hringir.) og hvort það sé ekki einmitt í þessum málaflokki og í tengslum við þessar þekkingargreinar sem verður að vera fókus á loftslagsmálin.