146. löggjafarþing — 72. fundur,  26. maí 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[15:52]
Horfa

Frsm. 4. minni hluta fjárln. (Björn Leví Gunnarsson) (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þetta er nákvæmlega ástæðan fyrir því að við báðum fagnefndir um umsagnir, til að geta greint þetta betur en kemur fram í fjármálaáætlun. Ég reyndi að fara yfir þessar tölur. Eins og svo margt annað í fjármálaáætluninni þá varð ég mjög fljótt uppiskroppa með svör við þessum spurningum. Mitt heiðarlegasta svar við þessu er að ég hef ekki hugmynd um það af því að svörin var hvergi að finna. Ég veit ekki hvort það er verið að hækka eða lækka, ég get ekki svarað því af því að tölurnar um það í hvað hækkunin í fjölskyldumál fer eru ekki sundurliðaðar. Það er ekki flóknara en það.

Ég man ekki nákvæmlega hvað segir í umsögn velferðarnefndar, ég get svo sem flett því upp hérna en það er leiðinlegt að gera það í pontu, þannig að ég skal bara renna yfir það áður en ég svara í seinna andsvari.