146. löggjafarþing — 72. fundur,  26. maí 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[18:03]
Horfa

Sigurður Páll Jónsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þm. Kolbeini Óttarssyni Proppé yfirgripsmikla ræðu. Hann kom víða við og flaug hátt. Mig langar til að leggja fyrir hann spurningu sem ég lagði fyrir annan hv. þingmann áðan. Þó að hann sé þingmaður á höfuðborgarsvæðinu frétti ég að hann væri ættaður af landsbyggðinni. Þá lætur hann sig landsbyggðina varða líka. Það er í sambandi við raforkumál eða flutningsmál raforku sem er í töluverðum ólestri víða um landið og ekki síst fyrir norðan. Hvernig sér þingmaðurinn þau mál leyst? Þetta er búið að vera í ólestri í ansi mörg ár. Ef hann gæti gefið mér einfalt svar við því.