150. löggjafarþing — 72. fundur,  12. mars 2020.

sveitarstjórnarlög.

648. mál
[17:47]
Horfa

Halla Signý Kristjánsdóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þetta frumvarp til laga er til að veita sveitarstjórnum ákveðna heimild, leita heimildar til að breyta frá ákvæðum sveitarstjórnarlaga varðandi samkomulag sitt um t.d. hvernig fundir eru settir fram. Ég get ekki séð þessa hættu því að á sveitarstjórnarlögum byggir hver sveitarstjórn sitt samkomulag eða bæjarmálasamþykkt sem er gerð. Sveitarstjórnarmenn þurfa að hafa stoð í sveitarstjórnarlögum fyrir henni. Þar eru sett upp fundarsköp, tilhögun funda og annað, hvernig þetta er gert í því tiltekna sveitarfélagi. Þá langar mig til að spyrja hv. þingmann hvort hann telji ekki að það sé líka verið að verja minni hluta sveitarstjórnar með þessu, að hann geti tekið þátt, að allir geti tekið jafnan þátt í fundum sveitarfélagsins sem þeir geti byggt á þeim sveitarstjórnarlögum.

Mig langar líka til að biðja hv. þingmann um fastari rök fyrir því að hér sé verið að taka lög í heild sinni sem byggja á annað hundrað greina og nokkrum tugum kafla, hvernig í ósköpunum þau séu tekin úr sambandi með þessari einu málsgrein í þessari grein frumvarpsins?