135. löggjafarþing — 72. fundur,  28. feb. 2008.

breyting á lögum á auðlinda- og orkusviði.

432. mál
[16:53]
Hlusta

Bjarni Harðarson (F) (andsvar):

Frú forseti. Nú er ég líkt og hv. þm. Kristinn H. Gunnarsson og aðrir hér í salnum harla óviss í því hver afstaða Sjálfstæðisflokksins er til þessa frumvarps. En þó er ég nú að vonast til, af því ég tel mikla framför að mörgu sem hér er kveðið á um, megi vissulega laga líka, að Sjálfstæðisflokkurinn muni hleypa frumvarpinu áfram og til þess hafi sú mikla bið verið sem við stjórnarandstæðingar höfum orðið að bíða eftir að fá að sjá þetta.

En þá vil ég kalla eftir því hjá hv. þm. Sigurði Kára Kristjánssyni hvort honum þyki ekki tímabært í framhaldi af því að Alþingi kveði upp úr með skilgreiningar á þjóðareign í stjórnarskrá vegna þess að það er mjög mikilvægt í framhaldi af þessu og það er vegna þeirrar óvissu sem Íslendingar eru að lenda í ógöngum, m.a. gagnvart mannréttindanefnd nú nýlega í kvótamálum og afskaplega mikilvægt (Forseti hringir.) að þau lög sem hér er verið að tala um fái stuðning í stjórnarskrá.