139. löggjafarþing — 72. fundur,  15. feb. 2011.

orð þingmanns í umræðu um störf þingsins.

[14:38]
Horfa

Sigurður Ingi Jóhannsson (F):

Virðulegi forseti. Ég vildi benda forseta á hversu ósmekklegt það er þegar þingmenn koma upp í ræðupúlt Alþingis og ráðast á hitt stjórnsýslustigið sem er jafnfætis ríkisstiginu, þ.e. sveitarstjórnarmenn, með offorsi.

Ég hélt satt best að segja að þegar hv. þm. Álfheiður Ingadóttir kom hérna upp ætlaði hún að biðjast afsökunar á gífuryrðum sínum í garð Flóahrepps (Forseti hringir.)

(Forseti (ÁRJ): Fundarstjórn forseta.)

Þetta fjallar um fundarstjórn, ég er að útskýra fyrir forseta af hverju ég tel að forseti þurfi að taka þetta mál upp. (Forseti hringir.)

(Forseti (ÁRJ): Þetta er efnisleg umræða um mál sem verður rætt utan dagskrár eftir nokkrar mínútur.)

Engan veginn, þetta fjallar ekki um það. Þetta fjallar um að hér komi þingmenn upp í tíma og ótíma og ráðist að fólki sem ekki getur varið sig. Ég tel að forseti verði að taka þetta mál upp við þingmenn, sérstaklega í ljósi þess að við höfum heitið því, 63:0, að taka þessa umræðumenningu til endurskoðunar.