146. löggjafarþing — 72. fundur,  26. maí 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[11:56]
Horfa

félags- og jafnréttismálaráðherra (Þorsteinn Víglundsson) (V) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég var þegar búinn að rökstyðja atvinnuleysisbæturnar við fyrri umræður þingsins um fjármálaáætlun og lagði þar áherslu á að við horfum á meginmarkmiðið um að auka virkni líka á tímabili atvinnuleysisbóta, ekki endilega að giftast þeirri leið sem þar er valin að stytta bótatímabilið. Við munum vafalítið eiga samtöl við aðila vinnumarkaðarins hvað þetta varðar.

Ég fór yfir í ræðu minni bókhald okkar um okkar kosningaloforð. Þau standast fyllilega þessa ríkisfjármálaáætlun. Við vorum aldrei að boða stórkostlegar skattahækkanir. Við sögðumst bara ekki ætla að ráðast í skattalækkanir, Við ætluðum ekki í skattahækkanir eftir þessar kosningar. Því eru takmörk sett hversu mikið hægt er að auka ríkisútgjöld. Það liggur í eðli hlutarins að ríkisútgjöld sem hlutfall af landsframleiðslu hafa tilhneigingu til þess að dragast saman á tímum góðæris vegna þess mikla og kröftuga vaxtar sem er, en hann hækkar mjög skart þegar dregur saman (Forseti hringir.) í hagkerfinu aftur. Þetta er kölluð hin sjálfvirka sveiflujöfnun ríkisfjármálanna og hefur reyndar verið krítiserað hér að (Forseti hringir.) hafi ekki verið sinnt nægilega vel.