146. löggjafarþing — 72. fundur,  26. maí 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[12:03]
Horfa

Frsm. 1. minni hluta fjárln. (Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir) (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka ráðherranum svarið. Mér finnst hins vegar mikilvægt að við hugsum til þess hvað við getum gert til þess að bregðast við því. Í skýrslu sem forveri ráðherra lét gera í sinni tíð var lagt til að fyrstu 300 þús. krónurnar yrðu óskertar. Mig langar að spyrja um viðhorf ráðherrans til þess, hvort hann telji skynsamlegt að fara þá leið. Eins og fram kemur í svarinu er enn óútskýrður launamunur milli kynjanna og konur eru almennt launalægri og fá þess vegna lægri tekjur úr þessum sjóði. Mér finnst því mikilvægt að við finnum leið til þess að þær njóti tekna, jafnvel þegar þær eru einar, sem eru aldrei lægri en lágmarkslaun.

Mig langar líka til þess að spyrja hæstv. ráðherra varðandi örorku og málefni öryrkja. Er það réttur skilningur hjá mér að framfærslutrygging öryrkja verði áfram (Forseti hringir.) í kringum lægstu launin en haldi áfram að skerðast (Forseti hringir.) krónu fyrir krónu? Telur ráðherra að (Forseti hringir.) það sé — og það getum við kallað (Forseti hringir.) að koma til móts við það sem talað var um hér (Forseti hringir.) fyrir kosningar, þ.e. að styrkja (Forseti hringir.) og styðja við kjör eldra fólks og öryrkja.