151. löggjafarþing — 72. fundur,  23. mars 2021.

sóttvarnir.

[13:38]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Svandís Svavarsdóttir) (Vg):

Virðulegur forseti. Einmitt vegna þeirra sjónarmiða sem koma fram í fyrirspurninni er núna lagt til að þeir ferðamenn sem koma frá þeim svæðum þar sem smit er hvað mest séu í sóttkví í sóttvarnahúsi. Það sama gildir um þau sem greinast á landamærum með smit af því tagi, þ.e. stökkbreyttum afbrigðum, að þau séu í einangrun í sóttvarnahúsi, þannig að þetta eru breytingar. En ég vil bara minna á það, vegna orðaskipta okkar hér, mín og hv. þingmanns, ítrekað um þessi mál að það er skylda stjórnvalda á öllum tímum að gæta meðalhófs í sínum aðgerðum. Við höfum ekki leyfi gagnvart þinginu, gagnvart stjórnarskrá, gagnvart lýðræðinu, að vaða fram með ákvarðanir sem eru ekki undirbyggðar, rökstuddar og skynsamlegar hverju sinni og þess vegna förum við hér að rökstuddum tillögum sóttvarnalæknis.