154. löggjafarþing — 72. fundur,  13. feb. 2024.

bókun 35 við EES-samninginn.

635. mál
[17:00]
Horfa

Inga Sæland (Flf) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svarið. Ég sé fyrir mér að það sé kannski ástæða til að láta reyna á það hvort sú tilhögun sem við höfum viðhaft í 30 ár við innleiðingu EES-reglna standist íslenska stjórnarskrá sem dæmi. Ég tel það persónulega þess virði að við látum á það reyna og við hættum að láta segja okkur fyrir verkum. En spurningin er þessi: Telur hæstv. utanríkisráðherra sem sagt að sú innleiðing á löggjöf EES-reglna sé ekki að fara að ganga framar íslenskri löggjöf við bókun 35 ef hún verður innleidd eins og frumvarpið segir til um?