135. löggjafarþing — 73. fundur,  3. mars 2008.

þingfararkaup alþingismanna og þingfararkostnaður.

403. mál
[17:28]
Hlusta

Mörður Árnason (Sf) (andsvar):

Forseti. Það tjóir ekki að spyrja hv. formann allsherjarnefndar meira vegna þess að andsvörum er lokið. Ég vil aðeins taka fram undir lokin á máli mínu að ég harma það, sem er kjarni þess sem ég hef haldið fram í umræðunni, að meiri hluti allsherjarnefndar eða frumvarpsflytjendur skyldu ekki búa málstað sínum, sem er sá að mismuna þingmönnum eftir kjördæmum og þar með kjósendum þessara þingmanna, betri málefnalegan grunn með einhverjum þeim rökum sem hægt væri að taka mark á eða a.m.k. að svara því til að þetta stangaðist ekki á við jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar, almenna sanngirni og jafnrétti í hugum manna.