149. löggjafarþing — 73. fundur,  1. mars 2019.

þjóðaratkvæðagreiðsla um framtíð Reykjavíkurflugvallar.

86. mál
[15:17]
Horfa

Páll Magnússon (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég held því nefnilega fram að það gegni talsvert öðru máli um það sem snýr að samgöngumálum hér og flugvellinum í Reykjavík en t.d. veginum um Teigsskóg eða hugsanlega styttingu á leiðinni fram hjá Blönduósi og það sem annað var til nefnt. Við höfum nefnilega kosið á landsmálaplani, ef ég má orða það þannig, að hafa alla þá þjónustu sem ég taldi upp áðan bara í Reykjavík. Þangað skulu menn sækja þá þjónustu, hvort sem þeir vilja eða vilja það ekki, því að hana er ekki að fá annars staðar. Það gildir ekki um Teigsskóg og gildir ekki um Blönduós.

Þess vegna held ég því fram að það gildi önnur sjónarmið um skipulagsvald Reykjavíkur og áhrif annarra landsmanna á það, sérstaklega hvað varðar samgöngur til og frá borginni, en t.d. um Blönduós eða Teigsskóg. Getum við ekki fallist á það, hv. þingmaður?