149. löggjafarþing — 73. fundur,  1. mars 2019.

þjóðaratkvæðagreiðsla um framtíð Reykjavíkurflugvallar.

86. mál
[15:25]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (andsvar):

Forseti. Örstutt spurning til hv. þm. Hönnu Katrínar Friðriksson og ég þakka henni fyrir ræðu hennar. Það er þetta atriði sem þingmaðurinn nefndi um að spurningarinnar hefði þegar verið spurt og henni svarað. Mig langaði til að vita hvort hún sé þar að vísa í íbúakosningu í Reykjavík forðum eða eitthvað annað.