151. löggjafarþing — 73. fundur,  24. mars 2021.

tilhögun þingfundar.

[13:35]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Eins og hv. þingmönnum er væntanlega kunnugt hafa aðstæður breyst í dag. Ríkisstjórn situr á fundi og í framhaldinu eru væntanlega blaðamannafundur þannig að ekki eru tök á því að hefja um sinn þá umræðu sem næst var á dagskrá að loknum atkvæðagreiðslum, þ.e. um fjármálaáætlun. Þessum fundi verður nú frestað til kl. 16, en þá standa vonir til að hægt verði að hefja fundinn á atkvæðagreiðslum og síðan umræðum um fjármálaáætlun.