151. löggjafarþing — 73. fundur,  24. mars 2021.

menntastefna 2020--2030.

278. mál
[16:17]
Horfa

Páll Magnússon (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Líklega var ekki rætt meira um neitt atriði í umfjöllun allsherjar- og menntamálanefndar um þetta mál en þann mikla og brýna vanda sem blasir við ungum drengjum í skólakerfinu. Þess sér stað í nefndarálitinu sem hér liggur fyrir og verður að ganga út frá því að þegar gripið verður til aðgerða á grundvelli þeirrar breiðu markmiðasetningar sem felst í þessu frumvarpi þá hafi það algjöran forgang að bregðast við þeim brýna vanda sem blasir við drengjum í skólakerfinu núna.