151. löggjafarþing — 73. fundur,  24. mars 2021.

menntastefna 2020--2030.

278. mál
[16:23]
Horfa

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (V) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Það er ánægjulegt að við séum hér að samþykkja menntastefnu og markmiðin í henni eru góð og gild en þau eru mjög almenn. Hér eru útlistaðar ákveðnar áherslur án þess að fjallað sé um með hvaða hætti eigi að ná fram markmiðum, án þess að fjallað sé um leiðir, án þess að fjallað sé um forgangsröðun, án þess að fjallað sé um skýran fókus, ábyrgð eða endurmat. Ég myndi í þessu sambandi líka vilja nefna það, af því að hér er verið að tala um orðin sem vantar, að ég hefði viljað sjá meiri og dýpri umfjöllun um ákveðna grundvallarstoð í menntakerfi okkar sem er læsi.