133. löggjafarþing — 73. fundur,  19. feb. 2007.

samgönguáætlun fyrir árin 2007--2010.

574. mál
[20:50]
Hlusta

samgönguráðherra (Sturla Böðvarsson) (S):

Virðulegur forseti. Ég vil í lok þessarar umræðu þakka hv. þingmönnum fyrir mjög góðar umræður og málefnalegar. Þetta eru afar mikilvægar umræður því um stórt mál er að ræða sem þarf að fara rækilega yfir og auðvelda þannig hv. samgöngunefnd að taka það til meðferðar. Ég sé ekki sérstaka ástæðu til að fara yfir þau atriði sem hér hafa verið rædd efnislega. Ég held að hv. þingmenn þekki afstöðu mína til mála eins og Reykjavíkurflugvallar, innanlandsflugsins eða samgöngumiðstöðvar o.s.frv. sem var nú síðast til umræðu. Ég ætla því ekki að lengja þennan fund með frekari ræðuhöldum en þakka þingmönnum fyrir mjög málefnalega umræðu í öllum meginatriðum.