136. löggjafarþing — 73. fundur,  4. feb. 2009.

kosning forseta skv. 1. mgr. 3. gr. þingskapa.

[14:13]
Horfa

Forseti (Sturla Böðvarsson):

Nú fer fram kosning forseta, skv. 1. mgr., 3. gr. þingskapa. Mér hafa borist tvær tilnefningar; um 2. þm. Norðvest., Guðbjart Hannesson, og 1. þm. Norðvest., Sturlu Böðvarsson. Eru aðrar tilnefningar?

Aðrar tilnefningar hafa ekki borist og Guðbjartur Hannesson og Sturla Böðvarsson eru því tveir einir í kjöri. Þar sem tveir eru í kjöri mun forseti láta fara fram skriflega kosningu. Ég bið þingverði að dreifa atkvæðaseðlum til þingmanna. Hv. þingmenn skrifa nafn þess sem þeir kjósa á seðilinn.

[Gengið var til forsetakosningar. Atkvæði féllu þannig að Guðbjartur Hannesson, 2. þm. Norðvest., hlaut 35 atkvæði en Sturla Böðvarsson, 1. þm. Norðvest., hlaut 25 atkvæði. Einn seðill var auður.]