143. löggjafarþing — 73. fundur,  12. mars 2014.

umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu dregin til baka.

340. mál
[17:46]
Horfa

Brynhildur Pétursdóttir (Bf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Já, ég tek undir með hv. þingmanni. Ég held reyndar að bændur þurfi ekkert að óttast, ég held að þeir standi sig það vel nú þegar að íslenskir neytendur kunni að meta framleiðsluna og muni halda tryggð við íslenska framleiðslu. Og svo njóta framleiðendur og bændur hér fjarlægðarverndar sem er alveg óumdeild.

Ég hef í rauninni ekki þær sömu áhyggjur kannski og bændur sjálfir. Ég vil líka ítreka það að mér finnst mjög mikilvægt að við stöndum vörð um landbúnaðarkerfið. Þess vegna erum við að fara fram á sérlausnir sem felast meðal annars í því að við getum stutt okkar landbúnað meira en Evrópusambandið almennt leyfir á þeim grundvelli að hér séu erfið skilyrði og þar fram eftir götunum. Ég held því að þarna séu tækifæri og það væri einmitt mjög fróðlegt að opna þann kafla og klára þannig að við sæjum hvað við (Forseti hringir.) fengjum.