145. löggjafarþing — 73. fundur,  3. feb. 2016.

sólarhringsmeðferð í öndunarvél á heimili sjúklinga.

31. mál
[16:56]
Horfa

Flm. (Oddný G. Harðardóttir) (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir andsvarið. Það er rétt að þingsályktunartillagan hefur legið hér frammi lengi, reyndar frá upphafi þings. Hún var lögð fram í byrjun september. En það er afar mikilvægt að tillagan nái að ganga hratt og vel í gegn. Alveg eins og hv. þingmaður benti á getum við bætt upp fyrir þann tíma sem glatast hefur af því málið hefur ekki komist á dagskrá, með því að afgreiða það hratt í gegnum þingið. Ég vona bara, eins og hv. þingmaður, að það verði akkúrat þannig að við náum að fara með það hratt í gegnum þingið. Það er engin pólitísk andstaða. Málið er þannig að það er langt ofar öllu pólitísku þrasi og við ættum að sameinast um að laga það og láta ekki sjúklingana bíða á mikið lengur við þær aðstæður og þau lífsgæði sem nú er boðið upp á.