149. löggjafarþing — 73. fundur,  1. mars 2019.

þjóðaratkvæðagreiðsla um framtíð Reykjavíkurflugvallar.

86. mál
[14:38]
Horfa

Flm. (Njáll Trausti Friðbertsson) (S) (andsvar):

Herra forseti. Einhvern tímann hefði ég kallað þetta sparðatíning. (Gripið fram í.) Ef þetta snýst efnislega um þetta … Ég er búinn að svara því. Tillagan snýst ekki um það að flytja miðstöð sjúkraflugsins sem er á Akureyri … (HVH: Spurningin er þannig.) Já, þá er bara hægt að túlka það með þessum hætti. En það er ekki ætlunin. Ég er að segja það … (HVH: Spurningin er … orðuð þannig.) Er þetta aðalatriðið í málinu efnislega? (HVH: Nei, spurningin er þannig. Ég …) Ég er búinn að segja það núna í annað skipti …

(Forseti (JÞÓ): Forseti óskar eftir að þingmenn séu ekki í samræðum.)

Hv. þingmaður. Það er ekki nein sérstök hugsun um að flytja sjúkraflugið til Reykjavíkur. Ég kom líka að því í fyrra svari þannig að þá er það a.m.k. algjörlega á hreinu núna hvernig liggur í því, vonandi, í þeirri efnislegu umræðu.