151. löggjafarþing — 73. fundur,  24. mars 2021.

fjármálaáætlun 2022--2026.

627. mál
[18:37]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er fullt af fínum orðum í ræðu hv. þingmanns en ég sé ekki mikið um þau orð, hver stefnan er í raun og veru, hver markmiðin eru eins og á að setja fram í fjármálaáætlun, enda er ekkert uppfært frá því síðast. Mig langaði aðallega að spyrja hv. þingmann, formann fjárlaganefndar, um það. Það er ekkert um þetta, stefnumörkun málefnasviða er sem sagt efnislega óbreytt. Þurfum við nokkuð að fá ráðuneytin í heimsókn til okkar í fjárlaganefnd? Þau eru bara að fjalla um það sama og þau gerðu fyrir áramót. Getum við ekki miklu frekar nýtt þann tíma sem við höfum í fjárlaganefnd til að gera eitthvað sem er í raun og veru þörf á, t.d. eftirfylgni með framkvæmd fjárlaga? Það hefur skort tilfinnanlega á þann hlut í verkefnum nefndarinnar. Fyrst ríkisstjórnin var svona góð að koma í rauninni ekki með neina fjármálaáætlun þá getum við nýtt tímann í fjárlaganefnd í eitthvað annað.