135. löggjafarþing — 74. fundur,  4. mars 2008.

óháð áhættumat vegna Urriðafossvirkjunar, Holtavirkjunar og Hvammsvirkjunar í Þjórsá.

52. mál
[17:56]
Hlusta

Ragnheiður E. Árnadóttir (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ef gerð væri sú krafa sem þingmaðurinn gerði til mín hér í ræðustólnum, að allir þingmenn ættu að kynna sér málin áður en þeir færu í ræðustól, þá tel ekki víst að hér væru langir þingfundir daglega og fram á kvöld. (Gripið fram í.) Nei, nákvæmlega.

En til að svara spurningunni þá renndi ég yfir greinargerðina þegar ég var að hlusta á fróðlega athugasemd þingmannsins og þá sé ég reyndar svar við þeirri spurningu og það hefði kannski verið fróðlegt að hv. þingmaður hefði lesið greinargerðina áður en hann fór í andsvar en þar segir, með leyfi forseta:

„Áhættumat er nauðsynlegur hluti umhverfismats skv. 9. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum, nr. 106/2000.“

Það svarar væntanlega spurningu þingmannsins.