149. löggjafarþing — 74. fundur,  4. mars 2019.

bráðavandi SÁÁ.

[15:13]
Horfa

Inga Sæland (Flf):

Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svarið. Ég átta mig ekki alveg á þessari vegferð. Vilji Alþingis og annað slíkt — það var skýr vilji löggjafans, hæstv. heilbrigðisráðherra, að kalla eftir fjármunum nákvæmlega til þess að reyna að koma til móts við þann bráðavanda sem laut að sjúklingum sem þurftu að komast strax í innlögn á Vogi. Það er þekkt og það er vitað að sjúklingur sem er alkóhólisti eða fíkniefnaneytandi og tekur þá ákvörðun að fara í meðferð á morgun eða hinn er búinn að skipta um skoðun mjög fljótlega.

Það er líka vitað að SÁÁ hefur rekið sínar göngudeildir með sjálfsaflafé þann tíma frá því að Sjúkratryggingar sömdu ekki við SÁÁ fyrir nokkrum árum þrátt fyrir að þeir hefðu gjarnan viljað nýta fjármagnið í að auka við þjónustuna við þá sjúklinga sem þeir fengu inn á inn á sjúkrahúsið.

Mig langar líka í framhaldi að spyrja hæstv. heilbrigðisráðherra: Hvar er verkefni statt í sambandi við Landspítala – háskólasjúkrahús að taka utan um (Forseti hringir.) yngstu neytendurna þegar starfsfólk þar inni segist hvorki hafa reynslu né þekkingu til að taka utan um málaflokkinn?