152. löggjafarþing — 74. fundur,  16. maí 2022.

aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum.

[15:24]
Horfa

Eva Sjöfn Helgadóttir (P):

Forseti. Ég vil byrja á að þakka hæstv. heilbrigðisráðherra fyrir svarið. Ég verð þó að segja að ég er ekki sannfærð um að breytingar muni eiga sér stað. Staðan er nefnilega sú að það eru biðlistar eftir geðheilbrigðisþjónustu hvert sem litið er og þegar fylgja átti eftir fyrri aðgerðaáætlun var greinilegt að fjármagn eða viljinn hjá þáverandi heilbrigðisráðherra var ekki til staðar. Hvernig vitum við þá að hæstv. heilbrigðisráðherra muni gera allt sem í hans valdi stendur til að tryggja fjármögnun í algjörlega fjársveltum málaflokki?