Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 74. fundur,  7. mars 2023.

áfengislög.

135. mál
[16:27]
Horfa

Flm. (Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir andsvarið. Eins og heyrist þá erum við að leggja þetta fram með ákveðin frjálslyndissjónarmið í huga. Ég vil sjá þetta skref stigið, sjá afleiðingarnar af því og svo getum við farið að taka umræðuna um enn frjálsari markað með áfengissölu og hvernig við ætlum að stíga þau skref til framtíðar. Ég er bara ekki enn þá sannfærð um að það sé rétta leiðin að fara með tilliti til lýðheilsusjónarmiða. Já, ég tek undir það með hv. þingmanni að við eigum að treysta fólki, við eigum að gera það ábyrgt fyrir sinni eigin heilsu og neyslu. Ég er að leggja þetta til sem eins konar málamiðlun milli tveggja póla þannig að við getum stigið þetta skref með heilbrigðum og skynsamlegum hætti án þess þó að gefa þetta allt frjálst. Þetta var mín skynsamlega nálgun á það hvernig við getum opnað þetta örlítið án þess þó að stíga alla leið því að ég er ekki enn þá sannfærð um að það sé rétta leiðin.