149. löggjafarþing — 74. fundur,  4. mars 2019.

vöktun náttúruvár.

546. mál
[17:30]
Horfa

Líneik Anna Sævarsdóttir (F):

Virðulegi forseti. Hér ræðum við um vöktun náttúruvár sem er eitt af þeim verkefnum sem eru viðvarandi í okkar samfélagi og mikilvægt er að velta fyrir okkur hvernig við getum bætt þá vöktun stöðugt. Þess vegna langar mig að blanda mér aðeins í umræðuna og spyrja hvort mikill kostnaðarauki fylgi því að bæta þessa vöktun eða hvort þetta sé í rauninni meira spurning um — þá meina ég aukinn rekstrarkostnað — að koma upp ákveðnu grunnmælakerfi. Síðan velti ég fyrir mér hvort við eigum nógu góða loftmyndagrunna, t.d. varðandi vatnafar, til að skrá nákvæmlega þar sem land lyftist eða rís og eflaust er fleira sem mætti tengja slíku.