151. löggjafarþing — 74. fundur,  25. mars 2021.

fjármálaáætlun 2022--2026.

627. mál
[16:58]
Horfa

Olga Margrét Cilia (P):

Forseti. Mig langar að spyrja hæstv. mennta- og menningarmálaráðherra um háskólastigið. Það er ljóst að það mun verða aukin ásókn í háskólana næstu misserin, það er eins og venjan er þegar hægist um á atvinnumarkaðnum. Ljóst er nemendur háskólanna eru að kikna undan því andlegu ástandi sem aðgerðir vegna Covid hafa haft í för með sér og blasir við að það þarf að grípa í taumana, bjóða nemendum upp á fjölbreyttara námsmat, aukið aðgengi að námsráðgjöfum og sálfræðiþjónustu og koma til móts við þau sem tekið hafa námslán og sjá ekki fram á að geta klárað tilskildar einingar vegna þess að þau þurfa t.d. að geta sinnt börnum sínum heima við. Er í þessari fjármálaáætlun gert ráð fyrir peningum í aðgerðir til þess að koma til móts við nýnema sem munu flæða inn í háskólana í haust ef faraldurinn heldur áfram að hafa svona mikil áhrif innan háskólasamfélagsins? Er gert ráð fyrir fjármagni til að taka utan um þá nemendur sem upplifa mörg hver fjórðu bylgju kórónuveirufaraldursins á háskólagöngu sinni?