141. löggjafarþing — 75. fundur,  30. jan. 2013.

skráð trúfélög.

132. mál
[15:52]
Horfa

Sigmundur Ernir Rúnarsson (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Á þessari umræðu sést um hversu mikið grundvallaratriði er að ræða, svo margir taka til máls. Í stjórnmálum fer best á því að auka jöfnuð, jafna rétt, auka jafnrétti og það er verið að gera hér. Með því að styðja á rauða takkann teldi ég að ég væri að kjósa áframhaldandi forréttindi. Ég hafna forréttindum, ég vil aukinn rétt og ég hafna því jafnframt að með þessu frumvarpi sé veðjað á lélegar skilgreiningar. Hér er einmitt verið að skilgreina hlutina mjög vel og hleypa fleirum til sjálfsagðrar, mikilvægrar og eðlilegrar þjónustu í landinu.

Jafn réttur er alltaf bestur.