143. löggjafarþing — 75. fundur,  13. mars 2014.

lengd þingfundar.

[19:08]
Horfa

Árni Páll Árnason (Sf):

Virðulegi forseti. Ég fagna yfirlýsingu hæstv. fjármálaráðherra og hlakka til að heyra ræðu hans hér í kvöld. Ég ætla að einfalda þetta mál fyrir ráðherra Sjálfstæðisflokksins og virðulegan forseta. Ég mun gera kröfu til þess að þegar ég tala, og ég er væntanlega mjög aftarlega á mælendaskránni, þá verði viðstaddir oddvitar stjórnarflokkanna og allir þeir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins sem þá hafa ekki enn tekið til máls í þessari umræðu. Ég vísa til þess í samræmi við þingvenju að forseti tryggi viðveru þeirra þegar að því kemur. Það er grundvallarskylda þingmanna að sitja þingfundi, það er grundvallarskylda ráðherra sem ganga á bak orða sinna að þeir þori að útskýra þau sinnaskipti í þingsal og sæta gagnrýni þingmanna fyrir þau sinnaskipti.