143. löggjafarþing — 75. fundur,  13. mars 2014.

umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu dregin til baka.

340. mál
[23:46]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég tala af reynslu. Ég hlustaði á hæstv. ráðherra Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, áðan og ég þurfti að gjörbreyta þeirri ræðu sem ég hafði ætlað að halda af því að það var mjög merkilegt, sem á ekki að vera merkilegt, virðulegi forseti, að heyra skoðun formanns annars stjórnarflokksins á þessari, hvað á að kalla hana, tímamótatillögu, vegna þess að hæstv. ráðherra er illa við orðið gerræði.

Ég held að gera verði þá kröfu að fleiri ráðherrar komi hingað og lýsi skoðun sinni. Hæstv. heilbrigðisráðherra gerði það í morgun mjög skýrt. Fjármálaráðherrann gerði það áðan, ekki mjög skýrt, en (Forseti hringir.) þó einhvern veginn þannig að maður skildi að hann var ekki alveg sammála (Forseti hringir.) þeirri tillögu sem fyrir liggur. Nú þurfum við (Forseti hringir.) að heyra frá fleiri ráðherrum Sjálfstæðisflokksins hvað þeim finnst (Forseti hringir.) því að þingmenn þurfa að fá að melta (Forseti hringir.) það yfir helgina hvað sé (Forseti hringir.) að gerast áður en þeir geta haldið áfram með ræður sínar.