146. löggjafarþing — 75. fundur,  30. maí 2017.

vextir og verðtrygging o.fl.

216. mál
[21:17]
Horfa

Frsm. minni hluta efh.- og viðskn. (Lilja Alfreðsdóttir) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þm. Theodóru Þorsteinsdóttur fyrir áhugavert innlegg. Mig langar að spyrja hana í framhaldinu: Ein aðalorsök þess að svo illa fór var akkúrat sú að viðkomandi aðilar, einstaklingar og fyrirtæki, voru ekki varðir gegn gengisáhættu. Það sem gerist er að krónan fellur um nánast 50% á mjög skömmum tíma og viðkomandi aðilar höfðu ekki eignir í erlendri mynt til að mæta þessu og voru þess vegna algjörlega óvarðir. Framkvæmdin á þessu, það átti ekki við um alla samningana, hjá íslenskum bankastofnunum var að sjálfsögðu ekki fullnægjandi en aðaláhættan var fólgin í því að um var að ræða óvarða einstaklinga.

Mig langar að spyrja hv. þingmann hvort hún sé ekki sammála þessu og hvernig hún telji að þetta frumvarp geti komið til móts við þessa einstaklinga.