151. löggjafarþing — 75. fundur,  26. mars 2021.

hertar sóttvarnareglur, munnleg skýrsla heilbrigðisráðherra. - Ein umræða.

[12:15]
Horfa

Vilhjálmur Árnason (S):

Virðulegi forseti. Takk fyrir þetta. Ég fagna orðum hæstv. ráðherra um að vonir standi til þess að þær fórnir sem við færum, að rífa hart í handbremsuna núna, verði þá til þess að við fáum það til baka í hröðum tilslökunum þegar við höfum náð kveða þetta í kútinn.

Mig langar aðeins að fylgja eftir þessu með bólusetningarnar og aðkomu þeirra. Eins og takturinn er varðandi AstraZeneca — t.d. hafa ungir heilbrigðisstarfsmenn fengið það bóluefni og nú er það kannski ekki lengur talið jafn öruggt fyrir þann hóp. Hvernig er staðan með það? Verður eitthvað sérstaklega fylgst með því? Verður brugðist við því? Svo líka varðandi þá sem eru búnir að fá fyrri skammtinn af AstraZeneca og öðrum bóluefnum, eru þeir taldir sem bólusettir eða ekki bólusettir? Nú þurfa þeir að bíða mjög lengi eftir seinni skammtinum. Hver er staða þeirra?