136. löggjafarþing — 75. fundur,  5. feb. 2009.

gjaldþrotaskipti o.fl.

281. mál
[13:47]
Horfa

Mörður Árnason (Sf) (andsvar):

Forseti. Ég get svarað þessari spurningu á þann veg að ég held að vönduð umfjöllun um mál af þessu tagi, þó að mikið liggi á, hjálpi þingmönnum að gera upp hug sinn. Hún hjálpi starfinu í nefndinni áfram og komi í veg fyrir málalengingar og vitleysu sem menn hafa haft í frammi, m.a. hv. þm. Björn Bjarnason í ákaflega löngum ræðum sínum hér í dag.

Um frumvarp Lúðvíks Bergvinssonar um ábyrgðarmenn þá hef ég ekki lesið það frumvarp sem hér liggur fyrir. Ég kom inn sem varaþingmaður í gær. Ég veit hins vegar út á hvað frumvarpið gengur og ég veit líka að hv. þm. Pétur Blöndal hefur staðið fyrir ýmsum ágætum málum hér og oft þvert á flokksvilja og aga sem menn eru annars beittir í Sjálfstæðisflokknum. Ég þakka honum fyrir það.