141. löggjafarþing — 75. fundur,  30. jan. 2013.

tilhögun þingfundar.

[15:36]
Horfa

Forseti (Ásta R. Jóhannesdóttir):

Þegar 7. dagskrárliður, stjórnarskipunarlög, verður tekinn á dagskrá að loknum atkvæðagreiðslum hér á eftir er það ætlun forseta að í dag komist að einn ræðumaður frá hverjum þingflokki. Þetta hafði forseti þegar tilkynnt öllum þingmönnum í pósti. Vegna þessa gæti verið að þingfundur stæði lengur en þingsköp kveða á um. Er ósk um að greidd verði atkvæði um þessa tillögu forseta? Svo er ekki. Þá skoðast tillaga forseta samþykkt og þingfundur getur staðið þar til einn fulltrúi hefur talað frá hverjum þingflokki í dag.