141. löggjafarþing — 75. fundur,  30. jan. 2013.

stjórnarskipunarlög.

415. mál
[17:33]
Horfa

Ólöf Nordal (S) (andsvar):

Herra forseti. Mig langar að spyrja hv. þingmann, formann nefndarinnar, Valgerði Bjarnadóttur, um 109. gr. frumvarpsins, sér í lagi 3. mgr., um beitingu vopnavalds. Hvaða áhrif telur hún að það hafi á aðild Íslands að NATO að nú þurfi að leita samþykkis Alþingis fyrir beitingu vopnavalds?

Í öðru lagi spyr ég þingmanninn þar sem hann er formaður þjóðaröryggisnefndarinnar sem hér starfar hvort það hafi verið kannað hvort stjórnarskrárákvæði af þessu tagi takmarki aðild okkar að NATO, þ.e. að það þurfi að fara fyrir þingið til að fá samþykki, hvort það hægi svo mikið á afgreiðslu mála að það hafi bein áhrif á aðild okkar að NATO.