143. löggjafarþing — 75. fundur,  13. mars 2014.

umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu dregin til baka.

340. mál
[23:51]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég vil fyrst spyrja forseta hversu lengi halda á umræðunni áfram inn í nóttina. Ég vil líka vekja athygli forseta á því að ásamt hæstv. utanríkisráðherra er aðeins einn hv. þingmaður Framsóknarflokksins hér til viðbótar, aðrir stjórnarliðar eru ekki í salnum. Það er enginn sjálfstæðismaður í salnum og ítrekað hefur verið kallað eftir hæstv. ráðherrum Sjálfstæðisflokksins, en þeir annaðhvort gegna ekki — eða ég spyr: Gegna þeir ekki forseta þegar forseti biður þá um að vera hér og sinna kalli þeirra þingmanna sem eru að flytja ræður? Hversu lengi ætlum við að halda áfram? Ég krefst þess að ráðherrar Sjálfstæðisflokksins og fleiri sjálfstæðismenn séu í salnum við þessar umræður.